ÍSLENSK STJÖRNUSPEKI
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON

Námskeið

6. febrúar 2016

Stjörnuspeki

Farið er yfir alla helstu þætti stjörnuspekinnar: 1. Tákn. 2. Stjörnumerki. 3. Plánetur. 4. Hús. 5. Afstöður.

Innifalið er persónulegt stjörnukort þátttakenda: Persónulýsing (skjal og rafbók) og Handbók stjörnuspekingsins, bók sem fjallar um öll helstu atriði fagsins.

Þetta námskeið er fyrir byrjendur, en líka þá sem vilja skerpa á þekkingu sinni.

Tími: Laugardagur 6. febrúar 2016, kl. 12-16. Verð: 15.000 kr. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skráning og nánari upplýsingar:

Gunnlaugur Guðmundsson, sími 774 1088, gg@stjornuspeki.is

.

5. og 6. mars 2016

Orkustrengir - mynstur í lífi okkar

Þetta er námskeið fyrir þá sem hafa innsýn í grunnþætti stjörnuspekinnar.

Kort þátttakenda eru handgerð. Teiknaður er upp 360 gráðu hringur og það skoðað hvað er að gerast á hverri einustu gráðu hringsins. Þessi nálgun leiðir eftirfarandi í ljós:

1. Hvaða orkuryþmi er í gangi í persónuleika hvers og eins. Hvaða stöður endurtaka sig sífellt og búa þar með til mynstrur athafna, góð og slæm. Markmiðið er að skilja þessi mynstur og umbreyta neikvæðni - ef einhver er - í jákvæðni.

2. Við sjáum á hvaða sviðum lífsins átök eiga sér stað. Á hvaða sviðum gott flæði er til staðar. Slík vitneskja hjálpar okkur að undirbúa tímabil sem geta verið erfið eða auðveld. Sömuleiðis að skilja af hverju ákveðnir einstaklingar hafa góð eða slæm áhrif á okkur.

Sem sagt: Kafað er djúpt ofan í kort og persónuleika þáttakenda.

Tími: 5. og 6. mars 2016. Laugardagur kl. 12-16. Sunnudagur kl. 12-16.

Verð: 30.000 kr. Takmarkaður fjöldi þátttakenda.

Skráning og nánari upplýsingar:

Gunnlaugur Guðmundsson, sími 774 1088, gg@stjornuspeki.is

Leiðbeinandi á öllum námskeiðum er Gunnlaugur Guðmundsson stjörnuspekingur, atvinnumaður í faginu síðan 1981 eða samfleytt í 35 ár.

Gunnlaugur er höfundur margvíslegra stjörnukorta og fjölda bóka, eins og til dæmis: Hver er ég? og Hvað býr í framtíðinni?

Íslenzk stjörnuspeki ehf
Kt. 430611-2830© 2016 Gunnlaugur Guðmundsson
Vsk númer 108517gg@stjornuspeki.is
www.stjornuspeki.isSími 774 1088