ÍSLENSK STJÖRNUSPEKI
GUNNLAUGUR GUÐMUNDSSON

Einkatímar

Ég undirritaður, Gunnlaugur Guðmundsson, býð upp á einkatíma í stjörnuspeki. Í tímanum er farið yfir persónuleika þinn, hæfileika og þarfir, og það sömuleiðis skoðað hvaða kraftar eru í gangi nú og á næsta ári.

Kjarni málsins er að þetta er tími fyrir þig og því ræðum við allt það sem kann að brenna á þér, hvort sem það tengist persónuleika þínum, starfi, einkalífi eða öðru því sem er að gerast um þessar mundir.

Ég hef starfað sem stjörnuspekingur samfellt síðan 1981 og hef því 35 ára reynslu af því að lesa úr kortum.

Auk viðtalsins fylgja eftirfarandi gögn:

1) Persónulýsing, bæði útprentuð bók og rafbók sem m.a. inniheldur persónuleikapróf og stöðumat.
2) Árskort, persónulegt veðurkort sem spannar tólf mánuði, bæði sem útprentuð bók og rafbók.
3) Upptaka. Viðtalið er tekið upp og þú færð afhenta hljóðskrá í lok tímans.

Hægt er að panta einkatíma með því að senda tölvupóst á gg@stjornuspeki.is eða hringja í síma 774 1088.

Miðað er við að tíminn taki 1½ - 2 klst. Senda þarf inn upplýsingar um fæðingardag, mánuð, ár, klukku og fæðingarstað fyrir tímann, til að hægt sé að undirbúa viðtalið, gera kortin o.s.frv..

Verð á tíma með öllum gögnum er 20.000 kr.

Ef þú vilt gefa kærum vini einkatíma þá getur þú pantað gjafabréf.

Íslenzk stjörnuspeki ehf
Kt. 430611-2830© 2016 Gunnlaugur Guðmundsson
Vsk númer 108517gg@stjornuspeki.is
www.stjornuspeki.isSími 774 1088